Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Súkkulaðimuffins

Mynd með færslu
 Mynd: Sagafilm
- upplagðar eftir skóla til dæmis – ljúffengar og einfaldar. Þessar eru fyrir lifandis löngu orðnar algjör klassík heima hjá mér. Þetta geta allir búið til og skellum við iðulega í súkkulaðimuffins þegar okkur langar í eitthvað gott í kaffinu.

 

Súkkulaðimuffins
2-3 hamingjusöm egg
1 dl pálmasykur eða óunninn hrásykur (dökkur á litinn) eða hunang (lífrænt) (eða bland af þessu)
½ tsk. vanilluduft eða vanilludropar (má sleppa)
2 dl fínt spelt og 1 dl gróft spelt/fínt spelt/möndlumjöl/rísmjöl
3 tsk. vínsteinslyftiduft
100 g smjör (eða 80 g kaldpressuð kókosolía)
70-100 g 70% súkkulaði, rifið/skorið
½-1 dl af hreinni jógúrt, vatni eða mjólk að eigin vali til að þynna deigið ef það er of stíft/þykkt

1. Hitið ofninn í 180°C.
2. Bræðið smjörið (kókosolíuna) rólega við vægan hita í potti.
3. Hrærið saman egg, sykur og vanillu þar til það verður sæmilega létt og ljóst.

4. Blandið spelti, vínsteinslyftidufti, vanillu og bræddu smjöri saman við eggja- og sykurblönduna.
5. Hrærið saman varlega, ekki hræra of mikið! Bætið við um ½-1 dl af hreinni jógúrt, vatni eða mjólk að eigin vali ef deigið er of þykkt/stíft.
6. Setjið að lokum súkkulaðið saman við.
7. Setjið doppur á bökunarpappír á bökunarplötu, 15-20 stykki.
8. Bakið í 10-15 mínútur (fer eftir stærð).
9. Ef þið stingið prjóni í þær og hann kemur hreinn upp úr, eru þær bakaðar í gegn.
10. Mér finnst best að baka þær ekki of lengi.

*Stundum set ég ½-1 dl af lífrænni kókosjógúrt í deigið til að þynna það, það er mjög gott.

*Ef ykkur finnst deigið ekki nægilega sætt getið þið bætt við 20 dropum af vanillustevíu eða 1 msk. af lífrænu hunangi/hlynsýrópi/agave sýrópi.

 

sigrunh's picture
Sigrún Hermannsdóttir