Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Suðurskautsgangan gengur vel

05.12.2012 - 12:25
Mynd með færslu
 Mynd:
Vilborg Arna Gissurardóttir, Suðurskautsfari, hefur nú gengið í 15 daga. Dagleið hennar er að meðaltali um 20 kílómetrar, en hún býst við að vera á göngu í 35 daga til viðbótar ef allt gengur vel.

Vilborg sagði í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun að henni hefði gengið vel og liði vel. Hún hefði hvorki fengið heimþrá né fyllst hræðslu. Aðstæður hefðu almennt verið frekar góðar. Vindur hafi verið mismikill, en síðustu dagar fremur vindasamir. Þá væri töluvert kaldara og erfiðara að fara út, en um leið og hún væri komin út og búin að brynja sig þá væri þetta bara partur af tilverunni. Vilborg segir ekki ljóst hversu lengi hún verði að komast á áfangastað, en líklaga 35 til 40 daga.