Súðavíkurlína og Haukadalslína straumlausar

27.03.2019 - 14:49
Mynd með færslu
 Mynd: Jóhannes Jónsson - RUV.IS
Truflanir hafa orðið á raforkuflutningum á Vestfjörðum vegna veðursins sem gengur yfir. Straumur fór af bæði Súðavíkurlínu og Haukadalslínu í dag.

Að sögn Halldórs Magnússonar, framkvæmdastjóra veitusviðs, fóru sjálfvirkar snjallvélar í gang í Súðavík þegar straumur fór af þeirri línu. „Það virkaði eins og það átti að gera. Þetta eru varaaflstöðvar sem framleiða rafmagn fyrir Súðavík,“ segir hann.

Spurður hvort unnið sé að viðgerð á Súðavíkurlínunni segir Halldór að mesta veðrinu verði leyft að ganga yfir áður en viðgerðaflokkar verða sendir að kanna bilunina. Straumur gæti komist á þegar veðrinu slotar án þess að það þurfi að gera við.

Áður en Súðavíkurlínan fór sló rafmagni út á Haukadalslínu. Viðgerðarflokkur hefur verið sendur af stað verið er að greina bilunina. Halldór segir að hún sé í lítilli sveitaálmu frá Þingeyri. Þeir notendur sem eru tengdir Haukadalslínu eru rafmagnslausir, það er í Brekkudal og Haukadal í Dýrafirði.

 

birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi