Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Styður styttri vinnuviku

12.02.2016 - 07:06
Mynd með færslu
 Mynd:
Mannréttindaskrifstofa Íslands tekur undir sjónarmið um styttingu vinnudags í sjö dagvinnustundir í stað átta í umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku.

Í umsögninni er tekið undir með því sem fram kemur í greinargerð frumvarpsins að ekki sé samasemmerki á milli langs vinnudags og meiri framleiðni. Þvert á móti bendi margt til þess að styttri vinnudagur leiði til meiri framleiðni og aukinna lífsgæða.  

Málið fór til velferðar­nefndar 3. febrúar og voru sendar út 29 umsagnarbeiðnir tveimur dögum síðar. 

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands er sú eina sem hefur verið skilað inn um frumvarpið en skilafrestur er til 19. febrúar, sem er að viku liðinni. 

 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV