Sturta sem endurnýtir vatnið

Mynd með færslu
 Mynd:

Sturta sem endurnýtir vatnið

05.02.2014 - 14:58
Hönnuð hefur verið sturta sem hreinsar vatnið úr niðurfallinu og sendir það aftur upp í sturtuhausinn. Með því móti duga fimm lítrar vatns í tíu mínútna sturtu í stað hundrað og fimmtíu lítra eins og gjarnan er. Þróun tækninnar er þó enn skammt á veg komin.

Frá þessu segir Stefán Gíslason í umfjöllun um vatnsbúskap heimsins í Sjónmáli í dag. Einnig að framleiðsla varnings byggir á notkun vatns með einhverjum hætti og sveiflur í veðurfari vegna loftslagsbreytinga geti raskað vatnsbúskapnum. 

Sjónmál  miðvikudaginn 5. febrúar 2014