Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Sturla Atlas - 101 Nights

Mynd: Sturla Atlas / Doddi

Sturla Atlas - 101 Nights

27.03.2017 - 12:39

Höfundar

Plata vikunnar á Rás 2 er nýtt "mixtape" Sturlu Atlas - 101 Nigths Sturla Atlas & 101 Boys gáfu fyrr í mánuðinum út sitt þriðja “mixtape”, 101 Nights. Aðdáendur sveitarinnar hafa beðið eftir útgáfunni með mikilli eftirvæntingu og hafa viðtökurnar ekki látið á sér standa. Sveitin heldur uppteknum hætti í útgáfu og er platan fáánleg án endurgjalds á öllum helstu streymisþjónustum.

Eftir útgáfudag hennar 16. Mars voru öll 8 lög plötunnar á meðal þeirra 10 mest spiluðu laga landsins á Spotify, auk þess sem ‘Time’, fyrsti singúllinn af plötunni vermdi toppsætið á listanum og ljóst er að um er að ræða vinsælustu útgáfu sveitarinnar til þessa. Time situr eins og er í 15. sæti á Vinsældalista Rásar 2 á sinni fyrstu viku á lista. Þeir fyrstu til að heyra 101 Nights opinberlega voru þó ekki netverjar því hljómsveitin stóð fyrir hlustunarpartýi í um 60 framhalds- og grunnskólum víðsvegar um landið í útgáfuvikunni. Á Hönnunarmars kynnti sveitin svo “physical” útgáfu 101 Nights, 101 Nights ilminn í samstarfi við Jurtaapótekið. Framundan hjá sveitinni er meðal annars The Great Escape tónlistarhátíðin í Brighton á Englandi ásamt fleiri tónleikum hér á landi og erlendis.

Mynd: Hilmar Kári Hallbjörnsson / Canon Mark 1D X
Arnar Eggert og Andrea Jóns ræddu plötu Sturlu Atlasar, 101 nights, í Popplandi 31. mars 2017.