Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Stuðningur við líffæragjafir

06.06.2012 - 15:08
Mynd með færslu
 Mynd:
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn ætla á morgun að afhenda forseta Alþingis undirskriftalista og hvetja alþingismenn til að styðja tillögu sem nú er til þingsályktunar um ætlað samþykki við líffæragjafir.

Verði tillagan að lögum verður látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hann hafi fyrir andlát sitt látið í ljós vilja um annað.

Í tilkynningu frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að tillagan gæti flýtt ákvörðunum þegar bjarga þarf mannslífum, fjölgað líffæragjöfum verulega og stytt langa bið eftir líffærum. Þetta sé mjög brýnt hagsmunamál fyrir alla landsmenn.