Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Strönduðu viðræðurnar á vantrausti til Pírata?

23.11.2016 - 18:49
Mynd: Rúv / rúv
„Ég myndi kannsk helst giska á að einhverjum hafi ekki hugnast að starfa með Pírötum eða ekki treyst þeim til að framfylgja stjórnarmálum,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur um ástæður þess að stjórnarmyndunarviðræðurnar sem Katrín Jakobsdóttir hefur leitt undanfarna viku fóru út um þúfur.

„Þetta er meðal annars vegna þess að þeir hafa látið að því liggja að ýmis stjórnarmál yrðu borin undir félagsmenn og ef sú yrði raunin þýðir það að grasrót ríkisstjórnarflokks með 14,5% fylgi getur hindrað framgang ákveðinna mála,“ segir Eva Heiða.

Hún segist ekki hafa séð þessa niðurstöðu fyrir. „Að mínu mati voru helmingslíkur á því að þetta tækist,“ segir hún. 

Hlýða má á viðtalið við Evu í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. 

arnhildurh's picture
Arnhildur Hálfdánardóttir
Fréttastofa RÚV