Stríðandi fylkingar ræða fangaskipti

17.01.2019 - 09:41
Mynd með færslu
Myndir af Jemenum sem taldir eru vera í haldi Sádi-Araba. Mynd:
Fulltrúar stríðandi fylkinga í Jemen komu saman í Amman í Jórdaníu í morgun til að ræða skipti á föngum.

Í viðræðum sem fram fóru í Svíþjóð í síðasta mánuði afhentu fylkingarnar hvor annarri lista yfir fanga í haldi, um 15.000 manns.

Í viðræðunum í Amman á að ræða hvernig að fangaskiptunum verði staðið. Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn munu hafa umsjón með þeim.

Öryggisráð Samneinuðu þjóðanna samþykkti í gær að senda allt að 75 eftirlitsmenn til að fylgjast með því hvort stríðandi fylkingar í Jemen virði vopnahlé í borginni Hodeida, sem samkomulag náðist um í Svíþjóð í desember.

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi