Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Straumlaust í Ketildölum, Miðdölum, og Svalbarðsströnd

14.01.2020 - 00:31
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Rafmagnslaust er á Svalbarðsströnd í Eyjafirði og í Miðdölum og á Skógarströnd. Rafmagn fór af í Miðdölum og á Skógarströnd á ellefta tímanum en á tólfta tímanum á Svalbarðsströndinni. Á báðum stöðum er verið að leita að bilun. Einnig er rafmagnslaust í Ketildölum í Arnarfirði.

Er fólk sem kann að hafa einhverjar upplýsingar sem gagnast gætu við bilanaleitina beðið að hafa samband við svæðisvakt RARIK. Á Vesturlandi er það gert með því að hringja í 528 9390  en á Norðurlandi er fólki bent á að hringja í síma 528 9690 með slíkar upplýsingar. 

Í Ketildölum í Arnarfirði hefur verið rafmagnslaust síðan í morgun og þurfti að hætta viðgerðarstörfum vegna vonskuveðurs, að því er fram kemur á vef Orkubús Vestfjarða. Verður viðgerð haldið áfram strax og veður leyfir. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV