Innanlandsflug liggur niðri og verður athugað með flug eftir klukkan 11 fyrir hádegi. Flugi til Ísafjarðar hefur verið aflýst. Strætó gengur ekki á landinu fyrr en eftir klukkan 8.
Mesti vindur á að vera genginn yfir um klukkan 8 og verða vagnarnir komnir á rétt ról um klukkan 8:30 samkvæmt leiðakerfi. Farþegar eru beðnir um að fylgjast með vögnum á rauntímakorti ef þeir hafa tök á því.
Akstursþjónusta Strætó hefur akstur samkvæmt bókunum klukkan 10. Allar ferðir fyrir klukkan10 voru felldar niður.
Millilandaflug frá Keflavíkurflugvelli hefur gengið því sem næst samkvæmt áætlun í morgun.