Strætó kemst víða ekki leiðar sinnar

23.01.2020 - 13:11
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Ferðir Strætó á milli Hvolsvallar og Hafnar falla niður í dag vegna veðurs og ófærðar. Leið 52 fór frá Mjódd á hádegi að Selfossi og Hvolsvelli, og leið 51 fór frá Selfossi til Reykjavíkur laust fyrir klukkan tólf. Akstur á leið 57 frá Mjódd til Borgarness klukkan 13:30 fellur niður, sem og akstur á milli Akureyrar og Borgarness í báðar áttir vegna veðurs og ófærar.
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi