Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Strætó biðst afsökunar

04.02.2015 - 22:30
Mynd með færslu
 Mynd:
Talsmaður Strætó, sem sér um Ferðaþjónustu fatlaðra, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem harmað er að ung þroskaskert stúlka hafi orðið eftir í bíl á vegum ferðaþjónustunnar í dag og ekki fundist fyrr en í kvöld. Hér að neðan má lesa tilkynninguna í heild sinni:

Í dag átti sér stað hörmulegt atvik þar sem ung stúlka varð eftir í bíl fyrirtækisins. Við hörmum þetta atvik meira en orð geta lýst og viljum biðja stúlkuna og fjölskyldu hennar afsökunar. Málið er nú til rannsóknar og verður allt gert til að komast til botns í því.

Aftur vil ég taka það fram að okkur, starfsfólki fyrirtækisins, er afar brugðið yfir því að þetta skyldi gerast.

Smári Ólafsson, sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó