Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Stormur á leiðinni

18.02.2016 - 11:58
Stormur á hafi.
Mynd úr safni. Mynd: Bering Land Bridge Nat. Pres. - Wikipedia
Skil nálgast landið og koma þau inn á suðvesturhornið seint í kvöld og ganga síðan til norðurs. Veðurstofan segir að viðbúið sé að þegar skilin fari yfir muni meðalvindur fara yfir 20 m/s á þekktum óveðurstöðum sunnan- og vestanlands. Á það við um nágrenni Eyjafjalla, Kjalarnes og Hafnarfjall. Hið sama á við um þekkta óveðursbletti á norðanverðu Snæfellsnesi eins og Kolgrafarfjörð og Grundarfjörð.

Sú úrkoma sem mun falla verður að mestu leyti snjókoma eða slydda, en í nótt gæti úrkoman suðvestanlands farið yfir í rigningu smá stund. Sjá vef Veðurstofu Íslands

 

Þórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV