Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Stór jarðskjálfti við Bárðarbungu

25.08.2014 - 17:02
Mynd með færslu
 Mynd:
Jarðskjálfti 5,1 varð við Bárðarbungu þegar klukkan var tuttugu mínútur gengin í fimm. Skjálftinn varð á 8 km dýpi við sunnanverða brún Bárðarbunguöskjunnar.

Svipaðir atburðir hafa orðið á þeim slóðum síðustu daga á um 2-6 kílómetra dýpi. Skjálftarnir hafa orðið vegna sigs í öskjunni sem varð vegna breytinga á rúmmáli í kvikuhólfinu. Mikil virkni er ennþá í bergganginum.