Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Stór áfangi í íslenskri skógræktarsögu

14.10.2019 - 11:00
Mynd: Magnús Atli Magnússon / RÚV/Landinn
Framleiðsla á límtré úr íslenskum við gæti orðið raunhæfur möguleiki í náinni framtíð. Landinn fékk að fylgjast með þegar fyrstu íslensku límtrésbitarnir voru burðarþolsprófaðir og þar kom öspin langbest út.

Límtré Vírnet, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Skógræktin hafa undanfarna mánuði gert tilraunir með framleiðslu á límtré úr íslenskum við. Fjallað var um verkefnið í Landanum fyrr á þessu ári og núna síðsumars voru fyrstu bitarnir loksins tilbúnir fyrir burðarþolspróf. 

„Þetta yrði einstakur áfangi í íslenskri skógræktarsögu. Við erum að nota timbur úr íslensku skógunum í eitt og annað, skrautmuni, innréttingar og annað slíkt en við höfum ekki verið að nota það í burðarvið,“ segir Eiríkur Þorsteinsson, trétæknir og verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 

Gerðir voru bitar úr lerki, furu, greni og ösp en ösp hefur ekki verið notuð í límtré á hinum Norðurlöndunum. Þá voru notaðir samanburðarbitar úr sænsku rauðgreni. Og öspin kom lang best út. Beygjutogþol hennar reyndist 40,4 MPa meðan sænska rauðgrenið var 44,3 MPa.
 

 

thorgunnuro's picture
Þórgunnur Oddsdóttir
dagskrárgerðarmaður