Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Stjórnvöld hljóta að hætta við olíuleit

Mynd: EPA / EPA
Samkomulagið í París er mjög merkilegt og þess mun verða minnst í sögunni, segir Stefán Gíslason í umhverfisspjalli dagsins í Samfélaginu. Hins vegar sé það fyrst og fremst grunnur, sjálf vinnan er eftir, hvernig verði farið að því að framfylgja markmiðunum.

Margt er efnilegt í samkomulaginu segir Stefán en bendir á að tíminn sé skammur, viðfangsefnið sé gríðarlega stór og snúist að hans mati um byltingar frekar en minniháttar breytingar.

Hann segir Íslendinga eiga mikið starf fyrir höndum og hann segir að stjórnvöld hljóti að láta það verða eitt af sínum fyrstu verkum að hætta við olíuleit á Drekassvæðinu

leifurh's picture
Leifur Hauksson
dagskrárgerðarmaður