Stjórnmálakonur vitna um gróf kynferðisbrot

18.11.2017 - 07:44
Mynd með færslu
Sænska þinghúsið Mynd: SVT
1.300 konur sem starfa í sænskum stjórnmálum birtu í dag sameiginlega fordæmingu á kynferðislegri áreitni og þaðan af alvarlegri kynferðisbrotum í sænska stjórnmálaheiminum og ákall um breytt hugarfar og framgöngu innan hans. Tvær stjórnmálakonur stofnuðu Facebook-hóp um kynferðisofbeldi í sænskum stjórnmálum og aðeins tveimur dögum síðar höfðu þeim borist yfir 250 frásagnir af kynferðisbrotum í þessum geira.

Meðal gerenda eru þingmenn og ráðherrar, og brotin eru allt frá óviðeigandi og óvelkomnum athugasemdum og snertingum upp í gróft þukl, þvingaða kossa og nauðgun. Áberandi margar frásagnir eru af því, að eldri stjórnmálamenn brjóti gegn ungum stjórnmálakonum. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi