Eistneski stjórnarandstöðuflokkurinn Umbótaflokkurinn fagnaði sigri í þingkosningum í dag, en hann er nú stærsti flokkur landsins. Hann hlaut nærri 29 prósent atkvæða, og er orðinn talsvert stærri en Miðjuflokkur Juri Ratas forsætisráðherra, sem hlaut 23 prósenta fylgi.