Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Stjórnin fallin í Eistlandi

03.03.2019 - 23:55
Mynd með færslu
 Mynd:
Eistneski stjórnarandstöðuflokkurinn Umbótaflokkurinn fagnaði sigri í þingkosningum í dag, en hann er nú stærsti flokkur landsins. Hann hlaut nærri 29 prósent atkvæða, og er orðinn talsvert stærri en Miðjuflokkur Juri Ratas forsætisráðherra, sem hlaut 23 prósenta fylgi.

Flokkurinn EKRE, sem er yst til hægri á pólitíska ásnum, rúmlega tvöfaldaði fylgi sitt frá síðustu kosningum og fékk nærri 18 prósent atkvæða. Sósíaldemókratar hlutu nærri tíu prósent og íhaldsflokkurinn Isamaa fékk rúmlega 11 prósent atkvæða, en þessir flokkar mynda ríkisstjórn ásamt Miðjuflokki Ratas. 

Kaja Kallas, leiðtogi Umbótaflokksins, leiðir að líkindum næstu ríkisstjórn Eistlands. Hann segir samstarf við EKRE útilokað, en flokkur hans getur bæði myndað þriggja flokka meirihluta með Sósíaldemókrötum og Isamaa, eða tveggja flokka meirihluta með erkifjendunum í Miðjuflokknum, eins og reyndar hefur verið gert áður.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV