Vél Icelandair. Mynd úr safni. Mynd: BriYYZ - Flickr

Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.
Stjórnarformaðurinn kaupir fyrir 100 milljónir
13.08.2018 - 11:59
Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, og Jóna Ósk Pétursdóttir, eiginkona hans, keyptu í morgun bréf í félaginu fyrir 100 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu um viðskipti fruminnherja til Kauphallar Íslands. Það er félag í sameiginlegri eigu þeirra hjóna, JÚ ehf., sem kaupir bréfin. Félagið kaupir 12,24 milljónir hluta á genginu 8,17. Gengið var frá viðskiptunum klukkan 9.55 í morgun.
Gengi bréfa í Icelandair féll um síðustu mánaðamót í kjölfar hálfsársuppgjörs félagsins. Síðan hafa margir lykilstjórnendur þess keypt bréf í félaginu. Björgólfur Jóhannsson forstjóri keypti fyrir 17,7 milljónir, stjórnarmaðurinn Heiðrún Jónsdóttir fyrir 2,4 milljónir og Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri stefnumótunar- og viðskiptaþróunarsviðs Icelandair, fyrir 1,2 milljónir.