Í dag verður stífur útsynningur, 15-25 m/s, á öllu landinu með éljagangi um landið vestanvert en léttskýjað austan til. Gular viðvaranir eru í gildi á öllum spásvæðum á vesturhelmingi landsins vegna hríðar og ekki loku fyrir það skotið að ferðalög milli landshluta geti orðið erfið á því svæði. Icelandair hefur fellt niður 25 ferðir og slæmt ferðaveður er á Norðurlandi, samkvæmt vef Vegagerðarinnar.