Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Sterklega varað við svikapósti í nafni Valitor

24.03.2018 - 21:07
Tölva
 Mynd: Pexels.com
Valitor varar við tölvupóstum sem í dag hafa verið sendir í nafni fyrirtækisins um að kortum fólks hafi verið lokað eftir „tæknileg“ atvik í gagnagrunnum fyrirtækisins. „Fólki er eindregið ráðlagt að opna póstana ekki, smella ekki á hlekkinn sem fylgir með og gefa ekki undir neinum kringumstæðum upp kortaupplýsingar,“ segir í tilkynningu frá Valitor.

Í tilkynningunni segir að Valitor biðji aldrei um slíkar upplýsingar í tölvupósti. „Best er að eyða póstinum strax,“ segir í tilkynningunni. Þá er tekið fram að Valitor hafi ekki orðið fyrir tölvuárás heldur sé um að ræða svikapóst til almennings.

stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV