Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Steingrímur efstur í Norðausturkjördæmi

Mynd með færslu
 Mynd: Hilmar Kári Hallbjörnsson - RÚV
Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi var samþykktur einróma á aukafundi kjördæmisráðs á Akureyri í kvöld. Steingrímur J. Sigfússon verður í efsta sæti listans. Systir hans, Kristín Sigfúsdóttir, skipar heiðurssætið. Edward Hujibens, nýkjörinn varaformaður flokksins, verður í fjórða sæti. Á undan honum í röðinni eru Bjarkey Olsen Gunnarsdótti, þingmaður og Ingibjörg Þórðardóttir framhaldsskólakennari.

Listi Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi

 1. Steingrímur Jóhann Sigfússon, alþingismaður, Gunnarsstöðum
 2. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði
 3. Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað
 4. Edward H. Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, prófessor, Akureyri
 5. Óli Halldórsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík
 6. Berglind Häsler, bóndi og matvælaframleiðandi, Djúpavogshreppi
 7. Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, Akureyri
 8. Sindri Geir Óskarsson, guðfræðingur, Dæli
 9. Þuríður Skarphéðinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Egilsstöðum
 10. Hjördís Helga Seljan, grunnskólakennari, Reyðarfirði
 11. Aðalbjörn Jóhannsson, nemi, Húsavík
 12. Helgi Hlynur Ásgrímsson, sjómaður, Borgarfirði eystri
 13. Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi og varaformaður Ungra bænda, Björgum
 14. Tryggvi Kristbjörn Guðmundsson, smiður, Dalvík
 15. Sif Jóhannesdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík
 16. Björn Halldórsson, bóndi, Akri, Vopnafirði
 17. Þórunn Hrund Óladóttir, kennari, Seyðisfirði
 18. Hrafnkell Freyr Lárusson, doktorsnemi, Breiðdalsvík
 19. Þorsteinn V. Gunnarsson, sérfræðingur hjá Rannís og fyrrv. rektor, Akureyri
 20. Kristín Sigfúsdóttir, fyrrv. framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi, Akureyri