Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Steindi á HM í lúftgítarleik

Mynd með færslu
 Mynd: Mynd/Steindi

Steindi á HM í lúftgítarleik

23.08.2019 - 17:38

Höfundar

Heimsmeistarakeppnin í lúftgítarleik stendur nú yfir í Oulu í Finnlandi. Fulltrúi Íslands er Steinþór Hróar Steinþórsson, Steindi, sem bar sigur úr bítum á Íslandsmeistaramóti í greininni á Eistnaflugi í sumar.

Tuttugu keppendur stíga á svið í Oulu og verður Steindi sá fimmtándi á svið. Mamma Steinda er með honum á heimsmeistaramótinu og sagði hann í hádegisfréttum að hún væri rótarinn hans. Á mótinu kallar hann sig Rock Thor Jr. og mamma hans kallar sig Mama Thunder.

Frétt uppfærð klukkan 18:38: Steindi komst áfram í 10 manna úrslit.