Steindepill flýgur lengst

Mynd með færslu
 Mynd:

Steindepill flýgur lengst

15.02.2012 - 08:57
Farflug steindepils er lengsta farflug sem menn þekkja hjá spörfugli. Fuglinn flýgur allt að 30 þúsund kílómetra til og frá varpstöðvunum á norðurslóðum til vetursetu sunnan Sahara í Afríku.

Vísindamenn settu gervihnattarsenda á 46 steindepla og gátu þannig fylgst með flugi þeirra. Þeir sem fóru lengst flugu 15 þúsund kílómetra og  flugu að meðaltali 290 kílómetra á dag. Vísindmenn segja þetta  vera í raun mikið flugafrek fyrir svo lítinn fugl.