Stefnt að því að útskrifa tvo í dag

30.12.2017 - 16:11
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Tveir kínversku rútufarþeganna sem lentu í slysi í  Eldhrauni vestan Kirkjubæjarklausturs á miðvikudag, eru enn á gjörgæslu og samtals eru sex enn á Landspítalanum. Í tilkynningu frá spítalanum segir að stefnt sé að því útskrifa tvo í dag. Áfram verða tveir á gjörgæslu og tveir á almennum legudeildum. 

 

Ættingjar fólksins eru á leið til landsins að því fram kemur á vef kínverska sendiráðsins. Þau hafa fengið aðstoð frá kínverskum og íslenskum yfirvöldum á ferðalaginu. Kínversk kona á þrítugsaldri fórst í slysinu, 44 kínverskir ríkisborgarar voru í rútunni ásamt íslenskum bílstjóra.

 

stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi