Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Stefnir í skerta þjónustu á hjúkrunarheimilum

20.11.2018 - 07:56
Mynd með færslu
 Mynd:
Að óbreyttu þarf að ákveða hvaða þjónustu eigi að skerða á hjúkrunarheimilum. Þetta segir Pétur Magnússon, formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu Í Morgunblaðinu í dag.

Fram kom í fréttum RÚV í síðustu viku að framlög til uppbyggingar hjúkrunarheimila lækka um rúman milljarð samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Pétur segir að nú líti allt út fyrir að núverandi ríkisstjórn ætli að skerða framlög til hjúkrunarheimila, annað árið í röð, þrátt fyrir að í stjórnarsáttmála sé kveðið á um að bæta rekstrargrunn hjúkrunarheimila. Þetta valdi samtökunum vonbrigðum en þau trúi því að þingmenn sjái sóma sinn í því að leiðrétta þetta í umræðu um fjárlög á þinginu. 

olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV