Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Stefnir í Mallorca-veður í vikunni austanlands

24.05.2016 - 07:26
Mynd með færslu
 Mynd: commons.wikimedia.org
Hiti á norðaustur-og austurlandi gæti náð að rjúfa 20 stiga múrinn þegar best lætur á fimmtudag, föstudag eða laugardag. Á vesturhelmingi landsins verður hins vegar vætusamt og því nær hitinn varla upp fyrir tíu stig. Umskipti áttu sér stað í veðrinu í gær þegar hæð tók sér bólfestu austan við land og beinir til okkar röku og hlýju lofti af suðlægum uppruna næstu daga en um síðustu helgi var norðlæg átt og loftið því svalt í grunninn.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í veðurskeyti Veðurstofunnar í morgun. Veðurstofan telur einnig rétt að minna á að vindhraði verði stundum nokkuð mikill næstu dagana - þeir sem ætli í ferðalög á ökutækjum sem taki á sig mikinn vind verði því að sýna aðgát og leita sér upplýsinga áður en lagt er í hann.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV