Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Stefna að því að breyta skuldum í hlutafé

24.03.2019 - 19:25
Mynd með færslu
 Mynd:
Meirihluti skuldabréfahafa og annarra lánardrottna Wow eru langt komnir í viðræðum um endurskipulagningu skulda, samkvæmt yfirlýsingu frá Wow Air. Þar segir að markmiðið sé að ná samkomulagi um að breyta skuldum í eignarhluti til að tryggja framtíðarhagsmuni fyrirtækisins.

Í tilkynningu Wow Air segir að viðræðurnar séu langt komnar og að frekari upplýsingar verði gefnar á morgun.

Icelandair ákvað í dag að slíta viðræðum við Wow Air um hugsanlega aðkomu að fyrirtækinu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í viðtali við fréttastofu að fjárhagsstaða Wow Air væri með þeim hætti að fjárfesting Icelandair í félaginu væri ekki áhættunnar virði. Hann sagði að allt hefði verið undir, kaup á eignum eða öllum rekstri Wow Air.

Fréttin verður uppfærð.