Hann segir að losun fyrirtækisins hafi helmingast frá 2005. Losunin var þá 45 þúsund tonn en er í dag um 22 þúsund tonn. Mesta losunin er frá jarðvarmastöðvum og þá sérstaklega Kröflu. Þar á að draga úr losun og hreinsa útblásturinn.
„Gufan er sem sagt aðskilin og blandað við vökva og síðan skilað niður á sama stað og hún var tekin. Þannig að hún verður látin á sama stað og hún var tekin þegar hreyft var við þessu. Þetta er nú ekki einföld aðgerð og það er heilmikil nýsköpun og við teljum að það muni byggjast upp þekking sem nýst geti íslenskum verkfræðistofum og öðrum aðilum til að selja annars staðar.“
Hann segir aðgerðirnar umfangsmiklar og kostnaðarsamar. Verkefnið er þríþætt og forgangsröðun rt mikilvæg að sögn Harðar. Í fyrsta lagi sé mikilvægt að fyrirbyggja losun, það hafi fyrirtækið gert meðal annars með því að taka upp innra kolefnisverð og verðmeta hvert tonn sem fyrirtækið losar, í öðru lagi þurfi að draga úr losun og í þriðja lagi að kolefnisbinda.
Þá er markmiðið að allir bílar, tæki og vélar á vegum Landsvirkjunar verði rafmagns, metan eða vetnisknúin eftir tíu ár.