Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Stefan Bonneau til Stjörnunnar

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Stefan Bonneau til Stjörnunnar

15.10.2017 - 13:11
Hinn bandaríski Stefan Bonneau, sem gerði garðinn frægan með Njarðvík, hefur samið við körfuknattleiksdeild Stjörnunnar um að leika með félaginu í vetur.

Karfan.is greinir frá þessu í dag en Bonneau kom til landsins í morgun. Hans fyrsti leikur fyrir Stjörnuna gæti verið gegn hans gömlu félögum í Njarðvík en liðin mætast á fimmtudaginn næstkomandi. 

,,Þetta er þekkt stærð, leikmaður sem getur búið til hluti úr engu sem getur verið gagnlegt að setja inn í vissa leiki. Tímabililð er langt og ástæða þess að við bætum honum við er sú að hópurinn má ekki við miklum skakkaföllum þegar líður á mótið," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í viðtali við Karfan.is

Bonneau hefur verið í meiðsla vandræðum en hann sleit báðar hásinar á tíma sínum hjá Njarðvík. Samningurinn er því ekki til lengri tíma en það virðist sem Garðbæingar ætli að sjá í hvernig standi Bonneau er áður en lokaákvörðun verður tekin.

,,Samningurinn er með ákvæði í byrjun sem er einskonar reynslutími svo við getum skoðað hvernig líkamsástand hans er," sagði Hrafn ennfremur í viðtali við Karfan.is

Mynd með færslu
 Mynd: Tomasz Kolodziejski - RÚV

Tengdar fréttir

Körfubolti

Stjarnan lagði KR | Þór vann Keflavík