25 til 30 starfsmönnum ráðuneytanna verður sagt upp í dag. Ástæðan er hagræðingarkrafa upp á 5 prósent sem lögð var á stjórnarráðið í fjárlögum. Alls nemur hagræðingin um 330 milljónum króna. Hagræðingaraðgerðir verða kynntar starfsfólki í dag.
Nú stendur yfir starfsmannafundur í forsætisráðuneytinu samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Að því er fram kemur í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu verður fækkað um sjö stöðugildi í ráðuneytinu og taka uppsagnir gildi um mánaðamót.