Sænski Handelsbanken ætlar að hætta starfsemi í Eystrasaltsríkjunum og loka útibúum sínum þar. Fréttastofan AFP hafði þetta eftir Richard Johnson einum stjórnarmanna bankans.
Ástæðan væri óviðunandi árangur, hagnaður undir væntingum og kostnaður of mikill.
Aðstæður hefðu breyst og mikil tækniþróun orðið frá því bankinn hóf starfsemi í Eystrasaltsríkjunum fyrir um það bil áratug og ekki væri lengur þörf á útibúum í löndunum þremur.
Johnson lagði á það áherslu að ákvörðunin tengdist ekkert ásökum um peningaþvætti í gegnum útibú tveggja norrænna banka í Eystrasaltsríkjunum, Danske Bank og Swedbank.
Byrjað yrði að draga úr starfsemi Handelsbanken í Eistlandi, Lettlandi og Litáen á næsta ári.