Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Star Wars ofurstikla frá stjörnunördi

Mynd með færslu
 Mynd:

Star Wars ofurstikla frá stjörnunördi

27.02.2019 - 13:42

Höfundar

Leikarinn Topher Grace hefur gert sankallaða ofurstiklu úr öllum Stjörnustríðsmyndunum sem gerðar hafa verið.

Topher Grace, sem þekktur er fyrir hlutverk sín í That 70's Show og Óskarsmyndinni Blackkklansman, hefur tekið sig til og klippt saman fimm mínútna langa stiklu úr öllum tíu Stjörnustríðsmyndunum sem gerðar hafa verið.

Leikarinn birti stikluna, sem hann gerði ásamt Jeff Yorkes klippara, á Twitter ásamt skilaboðum: „10 kvikmyndir. 2 nörd. 1 helgi (þegar konurnar okkar fóru úr bænum). Njótið...“ 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Topher Grace tekur upp á því að krukka í Stjörnustríðsmyndunum en fyrir nokkru klippti hann þríleikinn – sem samanstendur af The Phantom Menace, Attack of the Clones og Revenge of the Sith – saman í eina kvikmynd. Annað uppátæki hans, þar sem hann splæsti saman Hringadróttinssögu Peters Jackson í eina kvikmynd, vakti einnig athygli.

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Aðdáendur hætti að áreita Stjörnustríðsleikara

Kvikmyndir

Stjörnustríðsleikkona hrakin af Instagram

Kvikmyndir

Stjörnustríðsþreyta gerir vart við sig

Kvikmyndir

Aðdáendur ósáttir við nýja Stjörnustríðsmynd