Star Wars aðdáendur eru ógeðslega leiðinlegir

Mynd: RÚV / RÚV

Star Wars aðdáendur eru ógeðslega leiðinlegir

10.07.2018 - 11:00
Aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna hafa alla tíð verið afar ástríðufullir. En of mikil ástríða getur svo sannarlega verið skaðleg, eins og iðulega hefur gerst í tilviki Star Wars-nörda.

Ahmed Best, leikarinn sem lék hinn eftirminnilega Jar Jar Binks í Star Wars Episode I - The Phantom Menace, tilkynnti nýlega að hann hefði íhugað sjálfsvíg vegna þeirra gríðarlega neikvæðu viðbragða sem persónan fékk. Prequel-myndirnar (Episode I, II og III) hafa iðulega verið kallaðar verstu myndir seríunnar og hefur persóna Jar Jar Binks orðið eins konar holdgervingur alls þess sem fór úrskeiðis í myndunum.

 

Í síðasta mánuði skráði leikkonan Kelly Marie Tran sig út af öllum samfélagsmiðlum eftir mikla áreitni frá aðdáendum. Tran, sem leikur Rose Tico í nýjustu Star Wars myndinni The Last Jedi, hafði meðal annars orðið fyrir áreitni vegna kynþáttar síns.

Geir Finnsson er fastur gestur í Núllinu á þriðjudögum þar sem hann ræðir um allt sem tengist tölvuleikjum og almennum nördisma. Hægt er að hlusta á innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.