Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Standard Chartered í nýju hneyksli

06.08.2012 - 17:34
Mynd með færslu
 Mynd:
Bankinn Standard Chartered er sagður hafa þvætt allt að 250 milljarða Bandaríkjadala fyrir Írana, jafnvirði rúmlega 30 þúsund milljarða íslenskra króna. Peningaþvættið hefur verið stundað í nærri áratug að sögn fjármálaeftirlitsins í New York ríki.

Fjármálaeftirlitið segir að bankinn hafi falið um 60 þúsund leynilegar færslur fyrir íranskar fjármálastofnanir, sem hafi verið ólöglegar vegna efnahagsþvingana Bandaríkjanna gegn Íran.

Fjármálaeftirlitið hefur rannsakað bankann í níu mánuði og segir að bankinn hafi uppskorið hundruð milljóna dala fyrir þvættið. Fjármálaeftirlitið hefur hótað að afturkalla starfsleyfi Standard Chartered í Bandaríkjunum. Höfuðstöðvar bankans eru í Lundúnum. Að sögn BBC kemur mestur hagnaður bankans frá Asíu.