Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Staðgöngumæðrun rædd á Alþingi

05.10.2011 - 16:39
Tillaga Ragnheiðar Elínar Árnadóttur og 22ja annarra þingmanna um staðgöngumæðrun er nú rædd á Alþingi. Tillagan er umdeild; fjölmörgum siðferðisspurningum er enn ósvarað. Samkvæmt henni á að fela velferðarráðherra að skipa starfshóp sem undirbúi frumvarp til laga sem heimili staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni.

Fram kom í máli utanríkisráðherra að hann styðji tillöguna eindregið. Hann segir barnleysi vera böl en sjálfur á hann tvær ættleiddar dætur. Það ferli sé hins vegar mun flóknara nú en þegar hann ættleiddi sínar dætur.

Ólína Þorvarðardóttir sem er ein flutningsmanna sagði það umhugsunarefni í landi þar sem fóstureyðingar eru leyfðar, að umræða um að gefa barn sitt skuli vera tabú.