Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Staðgöngufrumvarp lagt fyrir þingflokka

20.03.2015 - 16:39
Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia Commons
Ríkisstjórnin samþykkti í dag að frumvarp heilbrigðisráðherra til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði lagt fyrir þingflokka stjórnarinnar á mánudag.

Í kjölfar meðferðar frumvarpsins hjá stjórnarflokkunum mun Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra mæla fyrir því á Alþingi. Það verður í fyrsta lagi eftir tíu daga til tvær vikur, samkvæmt upplýsingum úr ráðuneyti hans.

Í kvöldfréttum RÚV 8. febrúar sagði heilbrigðisráðherra búast við að tekist verði um málið á Alþingi, enda sé það flókið og skoðanir skiptar. Dæmin sýni að brýn þörf sé að koma á löggjöf um staðgöngumæðrun. 

Hólmfríður Helga Sigurðardóttir
Fréttastofa RÚV