Staðfestir ákvörðun varðandi andlát ungrar konu

20.11.2019 - 14:10
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður mál ungrar konu sem lést fyrr á þessu ári eftir að hafa verið handtekin af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta staðfestir Einar Tryggvason hjá ríkissaksóknara í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu.

Tveir lögreglumenn höfðu réttarstöðu sakbornings í málinu en héraðssaksóknari taldi málið ekki líklegt til sakfellingar.

Ítarlega var fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í sumar. Þar var meðal annars vitnað í skýrslu réttarmeinafræðings sem taldi að aðgerðir lögreglu hefðu átt umtalsverðan þátt í andláti konunnar.

Foreldrar konunnar, sem var 25 ára þegar hún lést, sögðu á sínum tíma að lögreglan hefði ekki beitt réttum aðferðum við handtökuna og að of langur tími hefði liðið þar sem dóttir þeirra var látin afskiptalaus í hjartastoppi. 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi