Staðfest að Albert er faðirinn

28.01.2020 - 08:58
Erlent · Belgía · Evrópa
epa04412988 Delphine Boel arrives at the Justice Palace for the first day of the pleading in front of the Civil Court, in Brussels, Belgium, 23 September 2014. Boel, 45, subpoenas King Albert II, Prince Philip, 53, and Princess Astrid, 51, before the Court of First Instance of Brussels. Boel is seeking DNA from these members of the royal family to try to prove that she is the illegitimate daughter of King Albert II. A paternity DNA test proved conclusively that she is not the daughter of her legal father Jaques Boel.  EPA/OLIVIER HOSLET
Delphine Boël. Mynd: EPA
Albert II, fyrrverandi konungur Belgíu, viðurkenndi í gær að vera faðir listakonunnar Delphine Boël. Faðernið var staðfest með DNA-sýni. 

Orðrómur komst á kreik um að Albert hefði átt barn utan hjónabands eftir að út kom ævisaga Paolu drottningar, sem gefin var út án hennar heimildar árið 1999. Þar var þessu haldið fram og fóru þá dagblöð að kanna málið.

Þau komust að því að barnið væri Delphine Boël  fædd árið 1968. Albert hefur viðurkennt að hafa átt vingott við móður hennar, barónessuna Sybille de Selys Longchamps, þegar hann var prins.

Fyrir tveimur áratugum fór Boël að reyna að fá Albert til að staðfesta faðernið og fyrir sex árum fór hún með málið fyrir dómstóla. Albert, sem sagði af sér konungdómi árið 2013, hafnaði málflutningi hennar og kröfum um að gefa lífsýni til að fá úr þessu skorið.

Í haust var staðfest fyrir dómi að Jacques Boël, sem hún ólst upp hjá, væri ekki líffræðilegur faðir hennar og var þá farið fram að Albert gæfi sýni að viðlagðri sekt gerði hann það ekki. Lögmaður Alberts lýsti svo yfir í gær að rannsókn á lífsýni staðfesti að Albert væri faðir Delphine Boël.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi