Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Staðan í talningunni

21.10.2012 - 08:54
Mynd með færslu
 Mynd:
Talningu er lokið í þremur kjördæmum, Norðvestur og Norðausturkjördæmi og nú síðasta lauk talningu í Reykjavík suður. Lokatölur um kjörsókn liggja ekki fyrir en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er hún um 49% mest í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, í Reykjavík suður 51,4%, Reykjavík norður 50,4%.

Hlé var gert á talningu í Reykjavíkurkjördæmi norður og þeir hefja aftur störf eftir hádegi. Þeir sem taka afstöðu vilja fara eftir tillögum stjórnlagaráðs í öllum atriðum nema þegar kemur að þjóðkirkjunni. En meirihluti er fyrir því að ákvæði um þjóðkirkjuna verði áfram í stjórnarskrá. 

1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
Já: 66,1%
Nei: 33,9%
Auðir: 3.819
Ógildir: 442
 
2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?
Já: 81,2%
Nei: 18,8%
Auðir: 8.170
Ógildir: 437
 
3 Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?
Já: 57,3%
Nei: 42,7%
Auðir: 7.940
Ógildir: 441
 
4 Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?
Já: 76,4%
Nei: 23,6%
Auðir: 9.518
Ógildir: 442
 
5 Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?
Já: 55,6%
Nei: 44,4%
Auðir: 7.495
Ógildir: 448
 
6.  Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall  kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Já: 70,5%
Nei: 29,5%
Auðir: 8.374
Ógildir: 440