Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Spurningum enn ósvarað 15 árum eftir gíslatöku

27.10.2017 - 14:18
Mynd: epa / epa
Fimmtán ár voru í vikunni frá því að téténskir hryðjuverkamenn tóku um 900 manns í gíslingu í leikhúsi í Moskvu, 23. október 2002. Gíslatökunni lauk með harmleik og dauða að minnsta kosti 130 gísla. Það var þó ekki bein sök gíslatökumannanna, heldur létust flestir af völdum dularfulls gass sem rússnesk yfirvöld dældu inn í leikhúsið.

Í ljósi sögunnar rakti atburðarás gíslatökunnar. Hlustið á þáttinn í spilaranum hér að ofan. 

Fullt hús á vinsælum söngleik

Það var fullt hús á söngleiknum Nord-Ost í Dubrovka-leikhúsinu í útjaðri Moskvu kvöldið 23. október 2002. Skömmu eftir hlé, nokkrum mínútum yfir níu, réðust grímuklæddir og vopnaðir menn inn í áhorfendasalinn, tóku áhorfendur og leikhúsfólkið í gíslingu. 

Gíslatökumennirnir, 40 karlar og konur, voru frá Téténíu þar sem geisaði stríð milli téténskra aðskilnaðarsinna og stjórnvalda í Moskvu. Þeir kröfðust þess að Rússar drægju herlið sitt frá Téténíu innan viku, ellegar myndu þeir sprengja leikhúsið í loft upp. 

epa01154118 (FILE) A file picture dated 23 October 2002 shows Russian police forces stand outside a theatre in Moscow, where the musical Nord Ost (poster in background) is currently on show, as Chechen terrorists inside the building are holding between
 Mynd: epa
Umsátursástand var við Dubrovka-leikhúsið á meðan gíslatökunni stóð.

Þriggja daga umsátur

Ekki var inni í dæminu hjá stjórnvöldum í Rússlandi að verða við kröfum gíslatökumannanna, en ekki var heldur talið mögulegt að ráðast inn í leikhúsið með byssur á lofti og hætta þá á að þeir sprengdu sprengjurnar sem þeir höfðu komið þar fyrir. 

Að lokum, eftir þriggja daga umsátur, var ákveðið að dæla gasi inn í leikhúsbygginguna í gegnum loftræstikerfi hennar, til að gíslatökumenn myndu missa meðvitund og hægt væri að ráðast inn og afvopna þá örugglega

MOS12 - 20021026 - MOSCOW, RUSSIAN FEDERATION : A screen grab fom Russian television channel NTV shows the bodies of Chechen terrorists killed after Russian special forces ended a hostage drama at a Moscow theatre building, 26 October 2002. Some 700
 Mynd: epa
Leikhússalurinn þar sem um 800-900 gíslar dvöldu í þrjá daga.
NIK98 - 20021024 - DOHA, QATAR : This grab taken 24 October 2002 from Qatar-based al-Jazeera satellite TV station shows a woman (2nd L) surrounded by others, all clad in Islamic chadors, vowing to 'kill hundreds of infidels' in Moscow's
 Mynd: epa
Um helmingur hryðjuverkamannanna voru konur.

Ósýnilegur morðingi

En afleiðingarnar urðu hryllilegar. Allir gíslatökumennirnir voru vissulega felldir, en um 130 gíslar létu sömuleiðis lífið — langflestir vegna afleiðinga gassins. Þeir misstu meðvitund og vöknuðu aldrei aftur. 

Nákvæmlega hvaða efni eða efnablanda það var sem dælt var inn í bygginguna hefur aldrei fengist fyllilega útskýrt — það hafa rússnesk stjórnvöld ekki viljað gefa upp.

Tilraunir aðstandenda hinna látnu til að draga rússnesk stjórnvöld til ábyrgðar hafa sömuleiðis borið lítinn árangur. Og fleiri spurningum um gíslatökuna er enn ósvarað. 

epa03447498 People stand in front of portraits of victims of the Nord-Ost musical hostage drama during a gathering outside the Dubrovka Theatre in Moscow, Russia, 26 October 2012. People gathered at the theatre in Moscow on 26 October where Chechen
 Mynd: epa
Aðstandendur látinna bíða enn svara.

Hlustið á allan þáttinn í spilaranum hér að ofan. 

Í ljósi sögunnar er á dagskrá Rásar 1 á föstudagsmorgnum klukkan 09:05 og endurfluttur á laugardögum klukkan 18:10. Finna má eldri þætti á síðu þáttarins og í hlaðvarpi.