Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Sprengjuárásir á kjörstaði í Afganistan

28.09.2019 - 07:26
epaselect epa07875547 Voters line up at a polling station to cast their ballot during the presidential elections, in Jalalabad, Afghanistan, 28 September 2019. The Afghan presidentical elections will take place nationwide on 28 September amidst a maximum security alert over the looming threat of violence by Taliban insurgency. A national peace and a stronger economy are Afghan voters' main concerns as the country heads to the polls for its fourth presidential election since the fall of the Taliban regime in 2001.  EPA-EFE/GHULAMULLAH HABIBI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Forsetakosningar hófust í Afganistan í morgun með miklum látum. Fjöldi tilkynninga hefur borist víða á landinu vegna sprenginga nærri kjörstöðum skömmu eftir að þeir voru opnaðir. Fjöldi hermanna fyllir götur höfuðborgarinnar Kabúl, að sögn AFP fréttastofunnar.

Talíbanar eru taldir ábyrgir fyrir árásunum. Þeir gerðu fjölda árása í aðdraganda kosninganna, og hótuðu því ítrekað að þeir ætluðu að gera árásir á kjörstaði á kjördag. Að minnsta kosti fimmtán eru særðir eftir sprengingu við kjörstað í Kandahar í suðurhluta landsins. 

Ashraf Ghani, núverandi forseti, sækist eftir endurkjöri. Hann sagði við fjölmiðla í morgun eftir að hafa greitt atkvæði í höfuðborginni að friður sé það sem þjóðin leitist eftir. Stjórn hans sé búin að marka leiðina, og vonast hann eftir því að þjóðin færi honum tækifærið til þess að stýra henni í friðarátt. Talið er að Abdullah Abdullah, forsætisráðherra, veiti Ghani harðasta keppni um forsetaembættið.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV