Sprengidagur í Múlakaffi árið 1990

Mynd: BV/Kistan / RÚV

Sprengidagur í Múlakaffi árið 1990

13.02.2018 - 12:05

Höfundar

Þriðjudagurinn í föstuinngang heitir á íslensku sprengidagur eða sprengikvöld. Þá gera margir landsmenn sér dagamun og gæða sér á saltkjöti og baunasúpu. Veitingastaðurinn Múlakaffi hefur boðið upp á saltkjöt og baunasúpu á þessum degi í áratugi og hér gefur að líta stutt innlit fréttamanns RÚV á þessum degi árið 1990.

Í myndskeiðinu er rætt við starfsmann Múlakaffis Maríu Rós Jónsdóttur og tvo gesti, þá Sigurdór Sigurðsson og Þóri Garðarson. Síðar í myndskeiðinu er rætt við Jóhann Ólason, verslunarstjóra í Nóatúni og Björgvin Magnússon, viðskiptavin á staðnum.

Í grein á Vísindavefnum segir Þorsteinn Vilhjálmsson um sprengidaginn:

„Líklegt er að kjötátið sem tengist þessum degi eigi rætur að rekja til katólsku. Fasta katólskra byrjar einmitt daginn eftir og þá borða þeir ekki kjöt svo sem kunnugt er. Íslenska heitið, sprengidagur, er þekkt frá átjándu öld. Það tengist sjálfsagt kappsfullu áti í huga margra en líklegt er að sú hugmynd sé alþýðuskýring. Hitt er líklegra að nafnið beri að rekja til þeirrar katólsku venju að stökkva vatni á kirkjugesti þennan dag. Dagar sem slíkur siður fylgir heita á þýsku "Sprengtag" og hefði það heiti getað borist til Íslands með þýskum biskupum eða kaupmönnum á síðmiðöldum.“

Mynd með færslu
 Mynd: BV/Kistan - RÚV
Saltkjötið sem var á boðstólnum í Múlakaffi árið 1990