Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Spilarar EVE söfnuðu 22 milljónum

08.12.2013 - 19:57
Mynd með færslu
 Mynd:
Þátttakendur í tölvuleiknum EVE Online gáfu rúmlega 22 milljónir til hjálparstarfs Rauða kross Íslands á Filippseyjum. Framlaginu var safnað í rafræna gjaldmiðlinum Plex og bárust 15 milljónir í gær á síðasta degi söfnunarinnar.

Þetta er fimmta söfnunarátak sem spilararnir taka þátt í. Áður hafa þeir meðal annars stutt við fórnarlömb flóða í Pakistan og jarðskjálftans á Haíti. Söfnunin gekk framar vonum. Á fyrstu klukkustundinni safnaðist yfir ein milljón króna. Eftir því sem leið á bættu spilararnir verulega í. Heildarupphæðin varð 22 milljónir íslenskra króna eða rúmlega 12.700 plex, sem er rafrænn gjaldmiðill í leiknum. Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP, segir að þó mikil samkeppni ríki innan leiksins þá séu samvinna og samstarf lykilatriði hans.