Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Sótti ekki bílinn í átta mánuði út af kvíða

Mynd: RÚV / RÚV

Sótti ekki bílinn í átta mánuði út af kvíða

01.10.2019 - 17:04

Höfundar

Í síððasta þætti af Heilabrotum ræddi Steiney við unga konu sem lenti í því að það voru klipptar númeraplöturnar af bílnum hennar. Í kjölfarið var hann dreginn í burtu en hún vissi ekki hvert. Hún þorði svo ekki að athuga hvar hann hafi endað út af lamandi kvíða.

„Ég borgaði samt alveg áfram af honum því ég vildi ekki verða skuldug,“ segir konan við Steineyju. „En ég vildi bara ekki hringja og finna hvar hann var því ég var hrædd um að lenda í fangelsi eða einhver myndi skamma mig. Þannig ég ákvað bara að taka strætó og segja fólki að bíllinn væri í geymslu, laug bara að fólki.“ 

Í sögu konunnar eru ótrúlegar vendingar sem betra er að spilla ekki og við  mælumst til að fólk horfi á meðfylgjandi myndskeið. 

Steiney og Sigurlaug Sara könnuðu einkenni, áhættu og afleiðingar kvíðaröskunar í öðrum þætti Heilabrota. Þær ræddu við sérfræðinga um lausnir, hjálpuðu yfirmanni sínum að komast yfir afmarkaða fælni og hittu nokkra frambærilega kvíðasjúklinga. Heilabrot er á dagskrá RÚV á fimmtudagskvöldum en hægt er að horfa á þáttinn og eldri þætti í spilaranum.

Tengdar fréttir

Að sjálfsögðu var ég að deyja

Menningarefni

Kvíðanum stjórnað frá gamla hluta heilans

Tónlist

Jón Jónsson er ekki fullkominn

Sjónvarp

„Þetta er ennþá tabú“