Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Sonur Gaddafis fékk dauðadóm

28.07.2015 - 12:58
Libyan gunmen celebrate on the early morning of the second anniversary of the revolution that ousted Moammar Gadhafi, in Benghazi, Libya, Sunday, Feb, 17 2013.  (AP Photo/Mohammad Hannon)
Frá Líbíu Mynd: AP - AP/Mohammad Hannon
Undirréttur í Líbíu hefur dæmt Saif al-Islam, son Gaddafis fyrrum einræðisherra í Líbíu, og átta aðra menn til dauða. Þeir voru ákærðir fyrir bæla með öllum ráðum niður mótþróa gegn einræðisstjórn Gaddafis árið 2011, mannrán og morð.

Abdullah al-Senussi, yfirmaður leyniþjónustu Gaddafis, var einnig dæmdur til dauða. Saif al-Islam var ekki viðstaddur réttarhöldin, en bar vitni um fjarbúnað. Hann er í haldi uppreisnarhóps í bænum Zintan, sem neitar að framselja hann. Saif er eftirlýstur af Alþjóðaglæpadómstólnum, ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Hann getur áfrýjað dómnum til hærra dómstigs, en mannréttindasamtök hafa gagnrýnt réttarhöldin.

Stjórnleysi hefur verið í Líbíu eftir að Gaddafi var hrakinn frá völdum og drepinn í október 2011. Tvær ríkisstjórnir segjast fara með völdin í landinu, önnur í Tobruk en hin í höfuðborginni Tripoli.

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV