Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Sólstafir – Einar Hatari og Ronson

Mynd með færslu
 Mynd: Sólstafir

Sólstafir – Einar Hatari og Ronson

26.05.2017 - 12:59

Höfundar

Ný plata frá Sólstöfum - Einari trommari úr hatari kemur í heimsókn með uppáhalds rokkplötuna sína og Mick Ronson á afmæli í dag.

Plata þáttarins að þessu sinni er splunkuný plata frá Sólstöfum sem heitir Berdreyminn og kemur út í dag um alla  Evrópu á vegum útgáfunnar Seasons of Mist. Berdreyminn er sjötta breiðskífa Sólstafa og planið er að spila þrjú lög af henni og þar af eitt af aukalögum plötunnar, sem er lagið Samband í Berlín sem er eftir hljómsveitina Utangarðsmenn (Mike Pollock/Bubbi Morthens) og kom upphaflega út á fyrstu og einu hljóðversplötu sveitarinnar; Geislavirkir.

Gestur þáttarins er Einar Stef sem er trommari í hljómsveitunum Hatari og Vök. Hatari er grjóthart rokkband og nýjasta lagið þeirra; X, náði toppsæti X-listans fyrir skemmstu. Vök er nýkomin úr mánaðar tónleikaferð um Evrópu og heldur útgáfutónleika í Gamla bíó 8. Júní nk. Einar mætir með uppáhalds ROKKplötuna sína klukkan 21.00 eða þar um bil.

Ég ætla að spila tónleikaþrennu úr safni Rásar 2 – Foo Fighters og Muse úr Laugardalshöll og Strokes á Broadway 2003.

Heimsókn KISS-heiðurhljómsveitarinnar MEIK í std. 12 frá í morgun verður líka endurflutt en sveitin sem heldur tónleika á Hard Rock Café í kvöld spilaði 3 lög í std. 12 í morgun.

Svo heyrist væntanlega í Soundgarden, Jack White, Metallica, Rammstein, HAM, Dimmu, Dinosaur Jr. Mick Ronson, The Band, Oasis, Lenny Kravitz, Mogwai ofl.

Hér er lagalistinn:
Thor´s Hammer - The big beat country dance
Kings of Leon - Californa waiting
Dinosaur Jr. - Feel the pain
Guns´n Roses - Rocket queen
Soundgarden - Fell on black days
Sólstafir - Silfur refur
MEIK Í STD 12 FRÁ ÞVÍ Í MORGUN
Meik - Deuce
Meik - Love gun
Meik - Rock´n roll all nite
Led Zeppelin - Immigrant song
SÍMATÍMI
Procol Harum - Something magic (óskalag)
Muse - Hysteria (Laugardalshöll) (óskalag)
Yes - Roundabout (óskalag)
Sólstafir - Samband í Berlín (Utangarðsmenn)
GESTUR ÞÁTTARONS - EINAR STEF MEÐ UPPÁHALDS ROKKPLÖTUNA - RADIOHEAD - KING OF LIMBS (2011)
Hatari - X
EINAR STEF
Rammstein - Links 2 3 4
Radiohead - Littler by little
EINAR STEF
Radiohead - Lotus flower
Foo Fighters - Times like these
Metallica - Atlas, rise! (óskalag)
Sólstafir - Nárós
Bavid Bowie - Suffragette city (Mick Ronson)

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson og það gleður hann að segja frá því að allir þættirnir sem búið er að útvarpa eru komnir í Hlaðvarp RÚV og í Podcastið á I-tunes þar sem hægt er að gerast áskrifandi að þáttunum.
Óli er með netfangið [email protected] - ef það er eitthvað...

Tengdar fréttir

Tónlist

Minnumst og heiðrum Chris Cornell

Tónlist

Axe Attack - Kiss og Eurovisonrokk!

Tónlist

Ungfrú Füzz og Rolling Stones

Tónlist

Ljósmóðir - Ljóska - Þrumuvagn og Súperfüzz