Solskjær gerði Molde að meisturum

Mynd með færslu
 Mynd:

Solskjær gerði Molde að meisturum

31.10.2011 - 09:54
Norðmanninum Ole Gunnari Solskjær tókst að gera Molde að deildarmeisturum á sínu fyrsta ári sem þjálfari liðsins.

Þetta er jafnframt fyrsti deildarmeistaratitillinn í 100 ára sögu félagsins en Solskjær lék sjálfur með liðinu á árunum 1994-1996 áður en hann var keyptur til Manchester United á Englandi þar sem hann lék til ársins 2007 og var goðsögn hjá báðum liðum. Hann þjálfaði varalið Manchester United eftir að hann lagði skóna á hilluna en hann og Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, eru miklir mátar og Skotinn sendi Solskjær textaskilaboð með hamingjuóskum um leið og titillinn var kominn í hús. Enn eru tvær umferðir eftir af norsku deildinni en 6-3 útisigur Brann á Rosenborg þýðir að Molde á sigurinn vísan en þess má geta að Birkir Már Sævarsson skoraði tvö mörk fyrir Brann í leiknum.