Sóknargjöld renni til tækjakaupa

12.10.2013 - 11:27
Mynd með færslu
 Mynd:
Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, hyggst stofna nýtt trúfélag, Læknavísindakirkjuna.

Á Facebook síðu Kristínar Soffíu kemur fram að 200 manns þurfi að undirrita viljayfirlýsingu til að hægt sé að ljúka formlegri skráningu. Þegar hafa tæplega 900 manns skrifað undir á vefsíðunni petitions24.com að þeir styðji stofnun Læknavísindakirkjunnar og hyggist ganga í hana við stofnun. Sóknargjöldin eiga að fara að fullu í tækjakaup fyrir spítala ríkisins.

Samkvæmt lögum um skráningar trúfélaga er það skilyrði að félagið sjái útfarir, giftingar, skírnir eða nafngjafir og fermingar eða aðrar hliðstæðar athafnir. Samkvæmt þessu gæti því reynst erfitt að fá félagið samþykkt sem trúfélag, nema það hyggist sinna þessum athöfnum. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi